• Heimsóknir

    • 119.667 hits
  • ágúst 2010
    S M F V F F S
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Er það hættulegt?

Ég held að íslenskir neytendur séu fremur berskjaldaðir gagnvart hættulegum efnum í neytendavörum. Umræðan um þessi efni hérlendis virðist skemmra á veg komin og vitund fólks um þau almennt minni en í nágrannalöndunum, bæði meðal seljenda og kaupenda varningsins.

Á ferðalagi mínu um netheima í dag rakst ég á vefsíðu sem Umhverfisstofnun Noregs (Klima- og forurensningsdirektoratet (KLIF)) kom upp fyrr á þessu ári í samvinnu við Matvælastofnun Noregs og Norsku umhverfismerkjaskrifstofuna. Með síðunni er komið til móts við þörf norskra neytenda fyrir upplýsingar um efni í neytendavörum.

Norska síðan sem um ræðir heitir einfaldlega „Erþaðhættulegt?“ og finnst á slóðinni www.erdetfarlig.no. Þar er bent á leiðir til að velja umhverfisvænstu vöruna í hverjum vöruflokki um sig, gefin ráð um hvernig forðast megi hættulegustu efnin og upplýst um leiðir til að losa sig við vöruna að notkun lokinni.

Íslenskir neytendur ættu sem best að geta nýtt sér þessa norsku síðu í upplýsingaleit sinni, a.m.k. þar til sambærilegar upplýsingar verða orðnar aðgengilegar á íslensku.

4 svör

  1. Sæll Stefán. Ég skráði ummæli hér í gær sem hafa horfið. Spyr því áður en ég endurtek leikinn hvort að ekki sé óskað eftir ummælum eða hvort þú hafir orðið var við bilun í ummælakerfinu hér á bloggsíðunni?

    • Blessuð og sæl! Ójú, ummæli eru sérstaklega vel þegin. Ég veit ekki hvort eitthvað var bilað í gær, en ég sá alla vega ekkert birtast. Reyndu endilega aftur… 🙂

  2. Jú þetta er flott virkni á síðunni norsku…ekki spurning. En…..mig langar nú samt að benda á að á vef Náttúrunnar er í raun allt það að finna sem sett er fram á þessari síðu, aðeins með öðrum hætti og miklu miklu meira þegar kafað er dýpra.
    „Hvernig valið er grænt“ gerum við þannig að ;„Húsið og umhverfið“ og „Vistvæn innkaupaviðmið“ spanna þessa þætti, þ.e. eftir hverju á að líta með hvaða hlut/vörutegund enda eiga ákveðin viðmið einungis við um ákveðnar vörutegundir/þjónustu.
    „Hvernig hendi ég rétt“ gerum við þannig að; sérstakt „Endurvinnslukort“ (sjá: http://www.natturan.is/endurvinnslukort/) leiðbeinir um hvar er tekið á móti hverju og „Náttúrumarkaðurinn“ (sjá t.h. á síðunni, opna svo deildir, renna yfir deildarmynd til að fá inngangsleiðbeiningar og smella svo á vöruna) hefur í kynningu/sölu vörur þar sem öll innihaldsefni eru skráð, vottanir og tengingar (tags) við annað hliðstætt og hvernig farga á bæði innhaldi og umbúðum (sjá dæmi: http://www.natturan.is/verslun/400/ )…og svo auðvitað í „Húsinu“.
    „Hvernig forðast á hættuleg efni“ gerum við þannig að bæði „Húsið og umhverfið“ og „Vistvæn innkaupaviðmið“ spanna þessa þætti og „Náttúrumarkaðurinn“ auðvitað líka.
    Í vinnslu er „Grænt heimilisbókhald“ sem tengist öllu öðru efni á vefnum og allir geta notað sem hjálpartæki í daglegu lífi. Kynnum það á haustmánuðum.
    Við höfum nú þegar byrjað á samheitaorðalista sem á að gera það kleift að finna efni/efnisheiti hvað sem þau eru dulbúin sem. Það er spurning um fjárráð að klára hann. Þá verður hægt að leita eftir og annað hvort finna eða fela þær vörur sem innihalda tiltekið efni. Nú þegar er hægt að leita í vöruleitinni eftir merki og vottun (sjá undir Náttúrumarkaði flipann „Leit“).
    Vottunartengingarnar eru auðvitað alls staðar og alltumkring á vefnum. Hvort sem er á Grænum síðum (sjá: http://www.natturan.is/graenarsidur/6/<9, Grænu korti (sjá:http://www.natturan.is/greenmap/island/), Náttúrumarkaði eða í Húsinu.
    Það er því ekki alveg sanngjarnt að segja að hér á landi séu engar aðgengilegar upplýsingar í þá veru sem norska „erettahættulegt.no“ tekur fyrir. Því fer nefnilega fjarri. Þó að ríkisstofnanir hafi ekki staðið að gerð slíkrar virkni þá gerum við það.
    Ég fer nú að hætta þessu rausi en þess má geta að vefur Náttúrunnar nýtur sívaxandi vinsælda og er að klífa upp heimsóknartölulista Modernus. Því fleiri sem nota vefinn, því meiri möguleikar eru á því að okkur takist að skapa sjálfbært og umhverfisvænt samfélag hér á Íslandi. Það er draumurinn;) og fyrir það vökum við og sofum yfir þróun Náttúrunnar.
    Það væri gaman ef að okkur væri af og til getið á opniberum vettvangi, eða boðið að tala á einhverju af þeim fjölmörgu ráðstefnum og málþingum sem efnt er til um umhverfismál, en það er ekki gert. Hvað þá að tengst sé á Náttúran.is með tengli. Ég átta mig ekki á því hvað liggur þar að baki. Stundum finnst mér að við stjórnvöl umhverfisapparatsins á Íslandi sitji aðallega fólk sem er að vernda sína stöðu, fyrst og fremst, ekki náttúruna og umhverfið.

    • Takk fyrir þetta Guðrún. Innleggið þitt vakti mig til umhugsunar, sem verður vonandi efni í tölvupóst til þín fljótlega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: