• Heimsóknir

  • 104.586 hits
 • nóvember 2010
  S M F V F F S
  « Okt   Des »
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

 • Auglýsingar

Hvernig verður Ísland árið 2072?

Ég hef ekki hugmynd um hvernig Ísland verður árið 2072. En það breytir því ekki að mér finnst að fólk eigi að velta þeirri spurningu fyrir sér. Já, það er meira að segja ekki nóg að velta henni fyrir sér, maður þarf líka að gera upp við sig, að svo miklu leyti sem það er hægt, hvernig maður vill að Ísland verði árið 2072.

Ég hef stundum haft á orði, að til séu tvær leiðir til að skipuleggja framtíðina. Fyrri leiðin er sú sem allt of oft er farin að mínu mati, nefnilega að taka nútímann og margfalda hann með 1,02 í veldinu n, þar sem n er árafjöldinn. Þá er með öðrum orðum gert ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í gangi haldi áfram óáreitt. Seinni leiðin er að ákveða sjálfur hvernig maður vill að staðan verði í tiltekinni framtíð, og leita svo leiða til að uppfylla þá sýn, gjarnan þaðan frá séð – í bakýnisspeglinum.

Einhver orðaði þetta svona: Annað hvort getur maður skipulagt eigin framtíð, eða látið öðrum það eftir á meðan maður sýslar við eitthvað annað.

En hvernig verður samt Ísland árið 2072?

 • Verður stjórnarskráin frá 2011 enn í gildi?
 • Verður Ísland sjálfstætt ríki?
 • Verður turninn við Höfðatorg eyja?
 • Verður búið að innlima öll úthrif í verð vöru?
 • Verður byggð á Hornströndum?
 • Verður hæð Hvannadalshnjúks komin niður í 2072 metra?
 • Verður frambjóðandi nr. 2072 til Stjórnlagaþings hættur að blogga?

Ég viðurkenni að ég veit ekki svar við neinni af þessum spurningum, nema þeirri síðustu. Jú, og svo veit ég líka að svarið við fyrstu spurningunni á helst að vera . Á Stjórnlagaþing þarf að velja fólk sem þorir og vill horfa fram í tímann. Nú verðum við að láta af „hinum gamla húsgangshætti að hugsa eingöngu um stundarhaginn“, eins og Þorvaldur Thoroddsen orðaði það 1894!

Gjört í Borgarnesi 17. nóvember 2010
Frambjóðandi nr. 2072

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: