• Heimsóknir

    • 119.039 hits
  • nóvember 2010
    S M F V F F S
     123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Amma, varst þú breytingin?

Framtíðin skiptir máli!

Á morgun verður kosið til Stjórnlagaþings sem fær það mikla verkefni að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Hvernig sem allt veltist verður þessa þings getið í sögubókum framtíðarinnar, í minnsta lagi vegna þess að það á sér enga hliðstæðu í sögunni, og vonandi einnig vegna þess að það hafi, eftir á að hyggja, markað upphaf nýrra tíma til farsældar fyrir íslensku þjóðina.

Hverju ætlum við að svara þegar barnabörnin okkar spyrja „Afi, kaust þú einhvern á Stjórnlagaþingið“, eða „Amma, varst þú breytingin“? Ætlum við þá að svara með stolti „Nei, ég var sko í fýlu heima“?

Ég tek undir orð Gandhis, sem sagði „Við verðum að vera breytingin sem við viljum sjá“! Í hverju atkvæði er fólgin þáttur kjósandans í að móta eigin framtíð. Ég skora á alla að taka þátt í að móta þessa framtíð, í stað þess að sitja hjá og láta öðrum það eftir. Mætum öll á kjörstað á morgun!!!

Inn á þingið

Kosningabaráttan tekur á sig ýmsar myndir, eins og hér má sjá: 🙂

Síðan um hrun er ég hrjáður af stjórnmálakveisu.
Ég hlusta á fréttir um vesen og endaleysu.
Titrandi sit ég og tárvotur stari í askinn
– og traustið á kerfinu alveg farið í vaskinn.

En þetta lagast – sama hvað þið syngið.
Ég segi það og skrifa: Kjósum okkur þinglið!
Ég ætla að hætta að væla og velja mér fólk

inn á þingið okkar ……

Ég vil sjálfbærni, jöfnuð og jákvæðni.
Ég vil jólastemmingu og áræðni.
Ég vil þjóðina alla á þing,
því ég elska hvern Íslending.

Ég vil kjósa bæði karlfausk og smápíu.
Ég vil kjósa, en mér duga ekki 30.
Ég vil fá miklu fleiri en svo.
Ég vil 2072

inn á þingið okkar ……