• Heimsóknir

    • 119.010 hits
  • nóvember 2010
    S M F V F F S
     123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Nöldrað við eldhúsborðið

Hvar er fjarstýringin Þuríður?

Mannskepnan er skrýtin, alla vega þessi íslenska. Í hennar hópi er nefnilega fólk sem hefur setið mánuðum saman við eldhúsborðið sitt og fjargviðrast yfir því hvað allir séu vitlausir, sérstaklega þessir stjórnmálamenn, þingmennirnir og það pakk allt saman. Þetta hugsi ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku. Nú sé barasta komið að því að fólkið taki þetta í sínar hendur!

Svo gerist það einn góðan veðurdag að fólkinu er fært tækifæri upp í þessar sömu eigin hendur. Fólkið fær sem sagt að velja fulltrúa til að skrifa nýja stjórnarskrá, lýsingu á grunngildum þjóðarinnar, grunn að stjórnun ríkisins, ramma fyrir alla löggjöf. Hljóta þá ekki allir að gleðjast og þyrpast út til að taka þátt í uppbyggingunni? Loksins!

Jú, flestir taka fagnandi því einstaka tækifæri sem nú býðst. En samt eru þeir til sem halda áfram að fjargviðrast við eldhúsborðið sitt, finna stjórnlagaþinginu allt til foráttu, fyrirkomulagið sé fáranlegt og óskiljanlegt, þetta kosti allt of mikið, ekkert komi út úr því nema eitthvert rugl, enda verði örugglega engir kosnir á þingið nema vitleysingar sem hugsi ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku.

Ekkert er algott. En væri ekki samt ráð að grípa tækifærið sem nú gefst til að hafa áhrif, í stað þess að láta vitleysingunum það eftir!? Neikvæðni og nöldur hafa aldrei fært okkur nein lífsgæði! Það eina sem neikvæðnin og nöldrið skila er meiri vanlíðan þeim til handa sem þá iðju stunda. Hinir, þ.e.a.s. hinn glaði meirihluti þjóðarinnar, halda hins vegar hnarreistir áfram för sinni til móts við áskoranir framtíðarinnar, framtíðarinnar sem þeir einir fá að móta!

PS: Er það ekki einmitt þegar vitleysingunum tekur að fjölga í kringum mann sem tími er kominn til að líta í eigin barm?
🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: