Kosningabaráttan tekur á sig ýmsar myndir, eins og hér má sjá: 🙂
Síðan um hrun er ég hrjáður af stjórnmálakveisu.
Ég hlusta á fréttir um vesen og endaleysu.
Titrandi sit ég og tárvotur stari í askinn
– og traustið á kerfinu alveg farið í vaskinn.
En þetta lagast – sama hvað þið syngið.
Ég segi það og skrifa: Kjósum okkur þinglið!
Ég ætla að hætta að væla og velja mér fólk
inn á þingið okkar ……
Ég vil sjálfbærni, jöfnuð og jákvæðni.
Ég vil jólastemmingu og áræðni.
Ég vil þjóðina alla á þing,
því ég elska hvern Íslending.
Ég vil kjósa bæði karlfausk og smápíu.
Ég vil kjósa, en mér duga ekki 30.
Ég vil fá miklu fleiri en svo.
Ég vil 2072
inn á þingið okkar ……
Filed under: Kveðskapur, Stjórnlagaþing |
Takk fyrir þetta – það verður að hafa húmor á stjórnlagaþinginu, gangi þér vel – og sjáumst vonandi þar!
Takk Guðrún. Gangi þér vel sömuleiðis. Sjáumst á Stjórnlagaþingi. 🙂