• Heimsóknir

  • 119.667 hits
 • nóvember 2010
  S M F V F F S
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Amma, varst þú breytingin?

Framtíðin skiptir máli!

Á morgun verður kosið til Stjórnlagaþings sem fær það mikla verkefni að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Hvernig sem allt veltist verður þessa þings getið í sögubókum framtíðarinnar, í minnsta lagi vegna þess að það á sér enga hliðstæðu í sögunni, og vonandi einnig vegna þess að það hafi, eftir á að hyggja, markað upphaf nýrra tíma til farsældar fyrir íslensku þjóðina.

Hverju ætlum við að svara þegar barnabörnin okkar spyrja „Afi, kaust þú einhvern á Stjórnlagaþingið“, eða „Amma, varst þú breytingin“? Ætlum við þá að svara með stolti „Nei, ég var sko í fýlu heima“?

Ég tek undir orð Gandhis, sem sagði „Við verðum að vera breytingin sem við viljum sjá“! Í hverju atkvæði er fólgin þáttur kjósandans í að móta eigin framtíð. Ég skora á alla að taka þátt í að móta þessa framtíð, í stað þess að sitja hjá og láta öðrum það eftir. Mætum öll á kjörstað á morgun!!!

Eitt svar

 1. 2072 er í fyrsta sæti á mínum kjörseðli.

  Baráttukveðjur

  Ólafia Jakobsd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: