Á morgun verður kosið til Stjórnlagaþings sem fær það mikla verkefni að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Hvernig sem allt veltist verður þessa þings getið í sögubókum framtíðarinnar, í minnsta lagi vegna þess að það á sér enga hliðstæðu í sögunni, og vonandi einnig vegna þess að það hafi, eftir á að hyggja, markað upphaf nýrra tíma til farsældar fyrir íslensku þjóðina.
Hverju ætlum við að svara þegar barnabörnin okkar spyrja „Afi, kaust þú einhvern á Stjórnlagaþingið“, eða „Amma, varst þú breytingin“? Ætlum við þá að svara með stolti „Nei, ég var sko í fýlu heima“?
Ég tek undir orð Gandhis, sem sagði „Við verðum að vera breytingin sem við viljum sjá“! Í hverju atkvæði er fólgin þáttur kjósandans í að móta eigin framtíð. Ég skora á alla að taka þátt í að móta þessa framtíð, í stað þess að sitja hjá og láta öðrum það eftir. Mætum öll á kjörstað á morgun!!!
Filed under: Sjálfbær þróun, Stjórnlagaþing |
2072 er í fyrsta sæti á mínum kjörseðli.
Baráttukveðjur
Ólafia Jakobsd.