• Heimsóknir

    • 119.667 hits
  • desember 2010
    S M F V F F S
     1234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Svínakjöt beint frá býli

Í framhaldi af síðustu færslu um uppruna hamborgarhryggja hef ég fengið nokkrar gagnlegar ábendingar um það hvar hægt sé að nálgast svínakjöt sem er upprunnið frá fjölskyldubúi í íslenskri sveit. Einfaldasta leiðin er að nýta sér heimasíðu Beint frá býli, félagi heimavinnsluaðila. Þar leynist nefnilega svolítill gagnagrunnur þar sem hægt er að sjá hverjir bjóða hvaða vöru.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni bjóða tveir bæir svínakjöt beint frá býli, þ.e.a.s. bæirnir Laxárdalur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Miðsker í Nesjum. Reyndar þykist ég vita um þann þriðja, sem er Ormsstaðir í Grímsnesi. Bærinn er skráður á heimasíðunni, en þar eru engar upplýsingar um hvaða vörur séu þar til sölu. Hins vegar er Ormsstaðabúið með eigin heimasíðu þar sem hægt er að fræðast meira um málið.

Loks má nefna að Frú Lauga á Laugalæk í Reykjavík selur vel valdar vörur frá vel völdum heimavinnsluaðilum. Þar fæst t.d. svínakjöt frá Laxárdal.

Svo er líka hægt að gera eins og ég, að hringja einfaldlega í svínabónda sem maður þekkir. Sá sem ég hringdi í er reyndar ekki aðili að Beint frá býli, en hann tók nú samt vel í að útvega mér svínahamborgarhrygg frá búinu sínu.

Það er gaman að vera neytandi, vegna þess að sem neytandi getur maður haft áhrif! En þá þarf að hafa hugfast að maður þarf að banka á dyrnar. „Og það veit hvert mannsbarn að dyrnar opnast einungis þá“, eins og segir í kvæðinu.

3 svör

  1. Það er vel við eigandi Stefán að spá í ketið og annað það sem étið verður nú um hátíð ljóssins. Þar er ekki allt sem sýnist og vandratað í allri spekinni um rétt og rangt. Ekki bætir svo úr allt fjölmiðla-yfirborðs-þvaðrið og auglýsinga-blaðrið. – Ég og mín fjölskylda höfum t.d. látið verslunina Nóatún spila með okkur í mörg ár. Þeir tryggi hryggjarstykkið úr svíninu betur en nokkur annar. Svo nú hefur kaupmaðurinn næstum því skapað hjá okkur hefð, enda þykir það svo jólalegt.

    Já, hvað er það sem skiptir máli þegar betur er að gáð? Hvað finnst þér tiltölulega mikið og hvað tiltölulega lítið þegar kemur að því að meta hangiketið eða kóteletturnar? Kristján Grundfirðingur spyr í grein í Fréttablaðinu í gær um offramleiðslu lambakjöts “Og hvar er náttúruverndarfólkið?”

    Fyrir nokkrum árum átti ég tal við spakann landbúnaðarmann sem sagði mér nánast í trúnaði hvað lambakjöt er hrikalega óvistvænt, þ.e. hvað framleiðni sauðkindarinnar sé léleg miðað aðra “kjötframleiðendur”. Mig minnir að kindin sú þurfi ca. 30 kg. af fóðri (korni) til að gefa af sér 1 kg. af keti. Nautið framleiðir heldur meira, þar næst svínið og hænurnar mest. Svo heyrði ég Stefán Jón í Malaví segja frá því í útvarpi að framleiðni skordýra slái öllu hinum við.

    Sá líka góðan punkt í Fréttablaðinu frá þér Stefán þar sem þú játar á þig hégóma. Að þú viljir frekar sýna bílinn þinn en hjólbörurnar í búðarferðum. – Þú ert auðvitað með þessu að draga fram, á þinn skemmtilega og hæverska hátt, hvað við erum ÖLL hégómleg. Við þurfum nefnilega að horfast í augu við það og að umhverfisvandinn sé að stórum hluta ”hégómlegur”. Sennilega miklu frekar en tæknilegur. Fræðingar ýmsir hafa margoft bent á að upplýsingar duga skammt til að breyta hegðun okkar í umhverfismálum. Hégómi okkar yfir hvað nágranninn sé að hugsa um okkur er mun áhrifaríkari.

    Gamlar töntur (frænkur) í Svíþjóð hafa fyrir löngu leyst þennan hégómlega tæknivanda sem þú glímir við í Borgarnesi. Sjá Dramaten: http://www.urbanista.se/?gclid=CN-opsrD6aUCFccRfAodL26j0A

    mbk

  2. Takk fyrir þessar vangaveltur Jón Jóel. Hér er svo sannarlega að mörgu að hyggja. Hvað lambakjötið varðar, þá er framleiðni sauðkindarinnar vissulega afleit. En ég þori samt alveg að staðhæfa að íslenska lambakjötið sé alla jafna vistvænna en kjúklinga- og svínakjötið. Það stafar af því að lömbin og mæður þeirra lifa á fóðri sem er að mestu leyti framleitt á svo rýru landi að þar eru naumast aðstæður til annarrar framleiðslu. Kindur og kýr komast allvel af án kornmetis, en kornið sem hin kjöstykkin leggja sér til munns er ræktað á landi þar sem oftast mætti rækta mannafóður í staðinn og spara þannig heil ósköp, auk þess sem mikil meirihluti af þessu fóðri er innfluttur um langan veg eins og staðan er í dag. En auðvitað er málið flóknara en þetta.

    Almennt má reikna með að 90% orkunnar tapist við að klifra eitt þrep upp í fæðupýramýdanum. Því er vel líklegt að hægt væri að metta 10 manns með þeim engisprettum sem annars þyrfti í fóður til að búa til mat fyrir einn úr kjötætu sem lifir á engisprettum.

    Og takk fyrir ábendinguna um sænsku frænkurnar. Þetta eru flottar græjur!
    🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: