• Heimsóknir

  • 119.010 hits
 • september 2010
  S M F V F F S
   1234
  567891011
  12131415161718
  19202122232425
  2627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Varasamir varalitir

Mér skilst að varalitir séu nauðsynjavara. En konum er vandi á höndum þegar þær velja sér varalit, því að flestir varalitir á markaðnum innihalda varasöm efni. Þetta kom fram í könnun  sem Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) og danska neytendablaðið TÆNK stóðu fyrir nýlega.

Í könnuninni sem um ræðir voru skoðaðar 24 tegundir af varalitum. Allir þessir varalitir innihéldu efni sem geta skaðað umhverfi eða heilsu, eða stóðust ekki kröfur um innihaldslýsingar. Ilmefni fundust í 15 tegundum, en þessi efni geta verið ofnæmisvaldandi. Fimm tegundir innihéldu svonefnda „UV-filtera“, þ.e.a.s. vörn gegn útfjólubláum geislum. Þar var í öllum tilvikum um að ræða efni sem talin eru geta truflað hormónastarfsemi líkamans, auk þess að vera skaðleg umhverfinu. Fleira mætti nefna, sem ekki verður tínt til hér.

Það er sem sagt ekki auðvelt að velja sér varalit! En það fyrsta sem konur hljóta að gera þegar þær kaupa þessa vöru, er að spyrja um hugsanlega skaðsemi innihaldsefnanna. Kannski verða svörin ekki beysin til að byrja með, en ef enginn spyr hlýtur öllum að vera sama. Eftirspurn eftir heilsusamlegum vörum er nefnilega ekki til nema hún nái athygli þeirra sem sjá um framboðið!

Hægt er að lesa meira um könnun IMS og TÆNK í frétt á heimasíðu IMS 10. sept. sl. og í samantekt á niðurstöðunum 9. sept. sl.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: