Evrópusambandið hefur komið sér upp orkutorgi á Netinu, þar sem hægt er að finna á einum stað flest það sem hugurinn girnist og tengist orkumálum í álfunni. Þar má m.a. lesa sér til um orkuverð, orkusparnað, orkumerkingar, orkulöggjöf og orkuráðstefnur, svo fátt eitt sé nefnt. Í þessu sem fleiru er sjón sögu ríkari – og því eru lesendur þessarar bloggsíðu hvattir til að heimsækja Orkutorgið á http://www.energy.eu. Þar má e.t.v. líka finna hugmyndir um framsetningu umhverfisupplýsinga fyrir íslenskan almenning.
Filed under: Umhverfismál |
Færðu inn athugasemd