• Heimsóknir

    • 119.039 hits
  • október 2010
    S M F V F F S
     12
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Icelandic Group sækir um MSC-vottun

Fyrir u.þ.b. klukkustund gaf Icelandic Group (áður Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna með meiru) út fréttatilkynningu þess efnis að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarstaðli Marine Stewardship Council (MSC). Þetta verða að teljast mikil tíðindi, en um leið sönnun þess að breytingar gerast hratt, eins og ég nefndi í bloggfærslu 20. október sl. um Viðvörunarbjöllur í Hanstholm. Á heimasíðu Icelandic Group kemur m.a. fram að þetta sé gert til að tryggja „greiðan aðgang fyrir íslenskt sjávarfang á heimsmarkaði“.

Til skamms tíma hefur MSC nánast verið bannorð á Íslandi. Íslendingar, með LÍÚ og Fiskifélagið í broddi fylkingar, hafa viljað þróa sitt eigið merki, þar sem samtök seljenda setja leikreglurnar í stað þess að eftirláta það hlutlausum aðilum. Ég hef haft miklar efasemdir um þessa þróun, enda hægara sagt en gert að vinna slíku merki trúverðugleika á alþjóðlegum mörkuðum. Ég er því afar sáttur við þessa ákvörðun Icelandic Group, var reyndar farinn að óttast um framtíðarmöguleika íslenskra sjávarafurða til að keppa á bestu mörkuðunum. Það hefur nefnilega ekki farið fram hjá mér að stórir fiskkaupendur gera í auknum mæli kröfur um MSC-vottun. Sama gildir um stórmarkaði sem hver af öðrum setja slíka vottun sem skilyrði í innkaupum á sjávarafurðum.

Áður hefur útflutningsfyrirtækið Sæmark hafið vottunarferli samkvæmt staðli MSC, eins og lesa má um í bloggfærslu minni frá 28. apríl sl. Bendi líka á saltfiskbloggið 17. september sl.

Hægt er að lesa miklu meira um MSC-vottun og ákvörðun Icelandic Group m.a. í

Mér finnst dagurinn í dag vera gleðidagur fyrir íslenskan sjávarútveg!

3 svör

  1. Frábært – og löngu tímabært

  2. Það kom að því. Lengi hafa stjórnvöld og LÍÚ barist geng því að erlend samtök settu leikreglur fyrir hvað sé skilgreint sem sjálfbærar fiskveiðar hér við land. En MSC er það haldbesta sem til er í þessum málum í dag og virðist vera að skapa sér styrka stöðu og trúverðugleika. Ég reikna því með að MSC sé haldbetra en nokkuð sem stjórnvöld og LÍU í sameiningu geta lagt til málanna eins og staðan er í dag.

  3. Properly, the only separate suggest that may possibly be installation of this concept is the Principality of Monaco, only
    of France and a short distance distance from France.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: